Sækja um starf

Starfsmannastefna

Það er markmið fyrirtækisins er að hafa yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Icelandair hótelin leggja metnað sinn í að vera vinnustaður sem laðar til sín áhugasamt starfsfólk og leggur áherslu á að starfsmenn vinni sem ein heild, sýni ábyrgð og frumkvæði í starfi ásamt vilja til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, viðhorf og gildi.

Störf hjá Icelandair hótelum og Hilton Reykjavík Nordica

Hjá Icelandair hótelum og Hilton Reykjavík Nordica starfar fjölbreyttur hópur fólks með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir gestum og samstarfsmönnum. Ef þú hefur áhuga á að starfa á lifandi vinnustað þar sem fagmennska og metnaður er í fyrirrúmi, hvetjum við þig til að leggja inn umsókn. 

Meðferð umsókna

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að fylla eyðublaðið út eins vel og kostur er. Mælt er með því að setja inn ferilskrá sem viðhengi. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsóknir eru geymdar í 6 mánuði en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þessa tíma skal senda tölvupóst á umsoknir(hjá)icehotels.is. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Hilton Reykjavík Nordica - almenn umsókn / Hilton Reykjavik Nordica - General Application

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair Hotels fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk. Hótelið hefur tekið miklu breytingum að undanförnu bæði í alrými og á herbergjum sem miðar að því að auka þægindi og þjónustu við gesti. Hafir þú áhuga á að starfa hjá Hilton Reykjavík Nordica hvetjum við þig til að leggja inn almenna umsókn.

Hilton Reykjavik Nordica is one of Iceland´s most elegant hotels and is a part of the Icelandair Hotels family. Hilton Reykjavík Nordica places great emphasis on quality and always offers first class service in accommodation, food and beverage. The hotel has recently undergone renovations with the goal to increase comfort and service to the guests. The surroundings are warm and inviting. If you are interested in working for Hilton Reykjavik Nordica we welcome your application.
Sækja um / Apply