Hilton hlýtur Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar

2014 - Fegrunarviðurkenning Reykjavíkurborgar

Hilton Reykjavík Nordica hefur hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2014 fyrir fegurstu lóð fyrirtækja. Snýr viðurkenningin að vel útfærðri endurgerð á framhlið hótellóðarinnar sem nýlega var endurgerð að fullu. Efnisval er talið smekklegt og lóðin með fallega græna ásýnd með snyrtilega útfærðum grasmönum við lóðarmörk. Reykjavíkurborg veitir fegrunarviðurkenninguna árlega fyrir fallegustu lóðirnar hjá fyrirtækjum og fjölbýlishúsum og eru það skipulags- og landslagsarkítektar hjá borginni sem sjá um að meta og velja lóðir til verðlauna.

Við erum sérlega stolt að ná þeim frábæra árangri að öll Reykjavíkurhótelin okkar hafa nú hlotið þessa viðurkenningu, en Icelandair hótel Reykjavík Marina hlaut hana árið 2012 og Icelandair hótel Reykjavík Natura í fyrra.

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair Hotels fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk. Hótelið hefur tekið miklu breytingum að undanförnu bæði í alrými og á herbergjum sem miðar að því að auka þægindi og þjónustu við gesti. Umgjörðin er hlý og heimilisleg og ný spennandi rými hafa nú bæst við: VOX Club og VOX Lounge.

 

September 2014

Hilton í heimsklassa

Hilton Reykjavík Nordica fékk á dögunum framúrskarandi einkunn í mati hjá Hilton International sem gert er á hálfs árs fresti. Er þetta með betri niðurstöðum sem Hilton Nordica Reykjavik hefur fengið í þau ár sem hótelið hefur starfað sem Hilton. Skoðunin er ítarleg og varðar almennan rekstur hótelsins, þjónustustaðla, þjónustueinkunn frá hótelgestum, hreinlæti og er allt hótelið tekið út eftir ströngustu reglum Hilton. Hilton Reykjavik þarf að standast miklar og strangar kröfur hvað varðar þjálfun á starfsfólki sínu, en allt starfsfólk Hilton þarf að standast próf eftir Hilton námskeið til að ná þeim markmiðum og stöðlum sem Hilton International setur.

Hilton Reykjavík Nordica er í dag fyrsta sæti hvað varðar hreinlæti af 271 Hilton hótelum sem vinna samkvæmt þessum stöðlum Hilton. Einnig voru nýlega teknar út framkvæmdir sem hafa verið gerðar á hótelinu, bæði að innan sem utan og fékk hótelið hæstu einkunn í þeim flokki. Það er því óhætt að fullyrða að Hilton Reykjavík Nordica hafi skipað sér sess í flokki með fremstu Hilton hótelum á alþjóðavísu.

Hilton Reykjavík Nordica hefur gengist undir gagngerar endurbætur að undanförnu og skartar nú nýrri og ferskri ásýnd sem miðar að því að skapa aukin þægindi fyrir gesti. Móttakan og alrýmin á jarðhæðinni hafa fengið nýtt útlit ásamt því viðburðar- og fundarrými hafa verið endurnýjuð að fullu. Auk þess hafa tvö ný fjölnota rými opnað: VOX Lounge og VOX Club. Þá munu gestir VOX Restaurant taka eftir skemmtilegum breytingum á þeim vinsæla veitingastað hótelsins.Janúar 2015

Hilton Reykjavík Nordica hlýtur Make it Right verðlaunin

Starfsfólk Hilton Reykjavík Nordica tryggði hótelinu Make it Right verðlaunin í Evrópu fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2014  en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu.   

Make it Right er þjónustuátak sem Hilton allstaðar í heiminum vinna eftir. Markmið átaskins er einfaldlega að koma á móts við allar fyrirspurnir og greiða hratt og örugglega úr vandamálum sem geta komið upp. Þegar vandamál koma upp er mikilvægt að bæta úr þjónustutapi á viðeigandi hátt á meðan gesturinn er enn í húsi og með því fara fram úr væntingum. Einnig eru gestir hvattir til að tjá sig um þjónustuna og mál sem koma upp meðan á dvölinni stendur svo mögulegt sé að persónugera þjónustuna og koma á móts við mismunandi kröfur gesta án þess að gestir þurfi að spyrja eftir þeim við hverja komu.

Katrín Grétarsdóttir gestamóttökustjóri er mjög stolt af verðlaununum og segir þau enn eina rós í hnappagatið fyrir Hilton á Íslandi. „Þetta eru mikilvæg þjónustuverðlaun fyrir góðan árangur. Við höfum bætt okkur mikið og erum að gera þetta rétt“ segir hún.

Hilton Reykjavík Nordica býður upp á glæsilega gistiaðstöðu, lúxusdekur á Hilton Reykjavík Spa og óviðjafnanlega matarupplifun á VOX Restaurant. Hótelið er vinsæll vettvangur fyrir viðburðarhald af öllu tagi enda aðstaðan og þjónustan fyrsta flokks.