Á síðastliðnum árum hefur Hilton Reykjavík Nordica verið afar vinsæll vettvangur fyrir viðburðarhald af öllu tagi. Hótelið býður upp á aðstöðu og þjónustu sem hentar fullkomlega fyrir hina ýmsu viðburði svo sem ráðstefnur, fundi, sölusýningar, árshátíðir, brúðkaup, fermingar og hvers kyns einkasamkvæmi.
Þegar kemur að árshátíðum býður Hilton Reykjavík Nordica upp á framúrskarandi þjónustu og frábæra aðstöðu sem gera allar árshátíðir að einstakri upplifun.
Fjölbreyttir stærðarmöguleikar á sölum og fjöldi fundarsala gerir Hilton Reykjavík Nordica að góðum kosti fyrir hverskyns viðburði, jafnt stóra sem smáa.
Í gegnum árin hefur Hilton Reykjavík Nordica verið vinsæll staður fyrir fermingaveislur. Með fagfólk í hverju rúmi sem sérsníðir þjónustuna að þörfum hvers og eins, verður fermingarveislan að ljúfri minningu fyrir fermingarbarnið og aðstandendur þess.
Á Hilton Reykjavík Nordica má finna aðstöðu og framúrskarandi þjónustu fyrir brúðkaupsveislur af öllu tagi. Með fagfólk í hverju rúmi er brúðkaupsveislan í öruggum og traustum höndum.