Veislur og fundir á Hilton Reykjavík Nordica

Á síðastliðnum árum hefur Hilton Reykjavík Nordica verið afar vinsæll vettvangur fyrir viðburðarhald af öllu tagi. Hótelið býður upp á aðstöðu og þjónustu sem hentar fullkomlega fyrir hina ýmsu viðburði svo sem ráðstefnur, fundi, sölusýningar, árshátíðir, brúðkaup, fermingar og hvers kyns einkasamkvæmi.

Á jarðhæð er 530m2 ráðstefnusalur – þar sem hægt er að taka á móti 640 manns í fundaraðstöðu, 420 manns í veislu og um 1200 manns í móttöku.

Hér að neðan gefur að líta á þá viðburði sem eru í boði á Hilton Reykjavík Nordica. Með sérhæfðu starfsfólki og framúrskrandi aðstöðu geta viðskiptavinir hótelsins treyst því að þeirra viðburður standist allar væntingar.

Ráðstefnur og fundir
Árshátíðir
Fermingar
Brúðkaup

Þess utan fer veitingahús hótelsins, VOX Restaurant á vettvang þar sem meistarakokkar mæta með teymi sitt á vettvang viðburðarins og galdra fram fyrsta flokks veitingar á staðnum eða senda kræsingarnar tilbúnar á staðinn.

Vinsamlega hafið samband á meetings(hjá)icehotels.is eða í síma 444 4700 til að fá frekari upplýsingar og bóka.

Veislur og fundir á Hilton Reykjavík Nordica
Veislur og fundir á Hilton Reykjavík Nordica
Veislur og fundir á Hilton Reykjavík Nordica